Samtalið mætti vera öflugra og meira Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 11. maí 2015 21:40 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira