Hreyfing komin á viðræður VR og Samtaka atvinnulífins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:02 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00
Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00