Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2015 08:54 Konan mætti fyrir dóm í morgun. vísir/stefán Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan hafnaði einnig öllum bótakröfum en móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð málsins hefst 18. júní. Dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðann. Í ákærunni sem Vísir hefur undir höndum segir að konan sé ákærð „fyrir manndráp, með því að hafa milli klukkan 12:00 og 14:00 laugardaginn 14. febrúar 2015, veist að sambýlismanni sínum, fæddum 16. mars 1974, í íbúðarherbergi sem þau bjuggu í að Skúlaskeiði 24, Hafnarfirði, með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu.“ Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna. Sjá einnig: Morð í sömu götu fyrir þremur árum Konan er á sextugsaldri og var strax úrskurðuð í gæsluvarðhald fram að dómi. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek fyrir manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Málið er á borði ríkissaksóknara.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54 Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Hefur hvorki játað né neitað Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu. 16. febrúar 2015 19:54
Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði. 15. febrúar 2015 12:15
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36