Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2015 19:00 Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný. Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný.
Verkfall 2016 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira