Handbolti

Paris minnkaði forystu Montpellier á toppnum niður í eitt stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Gunnarsson og félagar eru aðeins einu stigi frá toppnum.
Róbert Gunnarsson og félagar eru aðeins einu stigi frá toppnum. vísir/getty
Paris Saint-Germain minnkaði forystu Montpellier á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta niður í eitt stig með sex marka sigri, 23-17, á meisturum Dunkerque í kvöld.

Paris var í vandræðum í sókninni framan af leik í kvöld og var þremur mörkum undir, 4-7, þegar 20 mínútur voru liðnar. Þá komu hins vegar fimm mörk frá nýkrýndum bikarmeisturum Paris í röð og þeir leiddu í hálfleik, 9-8.

Paris hélt Dunkerque í 2-3 marka fjarlægð lengst af í seinni hálfleik en Dunkerque náði að minnka muninn í eitt mark, 16-15, þegar korter var eftir af leiknum.

Þá gáfu bikarmeistararnir aftur í og skoruðu sjö af níu síðustu mörkum leiksins. Lokatölur 23-17, Paris í vil.

Mikkel Hansen fór mikinn í liði Paris og skoraði níu mörk. Daniel Narcisse kom næstur með fjögur mörk. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað í liði Paris í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×