Handbolti

Hættir sem aðstoðarmaður Guðmundar

Hér má sjá Bredsdorff-Larsen fyrir aftan Guðmund á síðasta HM.
Hér má sjá Bredsdorff-Larsen fyrir aftan Guðmund á síðasta HM. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson er í leit að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Aðstoðarmaður hans, Peter Bredsdorff-Larsen, hefur óskað eftir því að hætta er samningur hans rennur út þann 30. júní.

„Það hefur alltaf verið ánægjulegt að vinna með danska liðinu og er ánægður með tímann okkar Guðmundar," sagði Larsen en hann ætlar að einbeita sér að þjálfarastarfi sínu hjá Bjerringbro-Silkeborg.

„Það eru margir spennandi hlutir að gerast þar og nóg að gera hjá mér. Þetta er góð tímasetning til að láta af starfi aðstoðarþjálfara."

Danska handknattleikssambandið hefur ekki fundið nýjan aðstoðarþjálfara en markvarðarþjálfarinn Tomas Svensson verður aðstoðarmaður Guðmundar þar til nýr aðstoðarþjálfari verður ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×