Blaðamenn á staðnum gáfu lögunum síðari undanriðlinum stig eftir því hvaða lönd þeir teldu að færu áfram. Besta atriðið fékk fimm stig, það næst besta þrjú og þriðja besta hlaut eitt stig. Þegar upp var staðið flugu Ísrael og Svíþjóð örugglega áfram með 55 stig en Lettland og Azerbaijan ættu einnig að vera örugg áfram. Ísland er lægst þeirra landa sem kemst áfram en við fáum tíu stig frá sérfræðingunum.
Næsta æfing Íslands fer fram á morgun klukkan 16.30.