Lífið

Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
María á fyrstu æfingunni í Vín á fimmtudaginn.
María á fyrstu æfingunni í Vín á fimmtudaginn. Mynd af Facebook-síðu Maríu Ólafs
Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis.

Vísir í samvinnu við Watchbox mun fylgjast grannt með fulltrúum okkar í Vín næstu vikuna en María og co fara á kostum í skemmtilegum Watchbox og Snapchat-færslum sem birtast hér á Vísi.

Hér að neðan má meðal annars sjá kaffiþyrstan Frikka Dór á rölti um miðbæinn, ísinn sem hópurinn gæddi sér á og Maríu Ólafs fá frábærar móttökur frá Frikka Dór á Falkensteiner hótelinu.

Smellið á skjáinn til að sjá næstu færslu Watchbox.





Önnur æfing íslenska hópsins fer svo fram í dag. Fyrsta æfingin hefði getað gengið að mati sérfræðinga ytra en hópurinn hefur skoðað vel það sem miður fór og á að laga.

Hægt er að fylgjast með hópnum á Watchbox undir hashtaginu #Eurovision.

Hópurinn tók fund á hótelinu og fór yfir atriðið. Alls konar smáatriði sem þarf að laga en þetta verður frábært á æfingu 2 á laugardag.

Posted by Söngvakeppni Sjónvarpsins on Thursday, May 14, 2015


Íslenski hópurinn fór í Norræna partýið í gærkvöldi og virtist stemningin þar með ágætum.



Virtist fara vel á með Maríu Ólafs og fulltrúa Svía, Måns Zelmerlöw, sem þykir afar líklegur til að gera góða hluti í keppninni með lagi sínu Heroes. Kappinn er poppsöngvari og sjónvarpsmaður en hann kom fram á sjónarsviðið í Svíþjóð 2005 þegar hann hafnaði í fimmta sæti í Idol-inu. Þá stóð hann uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Let's Dance.

Met Måns Zelmerlöw tonight; #12stig #sweden #iceland #unbroken #heroes

Posted by María Ólafs on Friday, May 15, 2015
Álagið hefur verið mikið á íslenska hópnum enda því sem næst hver mínútua skipulögð. Á blaðamannafundi á fimmtudaginn fékk María smá pásu þegar Friðrik Dór var beðinn um að taka lagið eins og sjá má að neðan.



Blaðamannafundurinn er í gangi. Eftir spurningar um Sound of Music og Björk var Friðrik Dór beðinn um að taka lagið.

Posted by Söngvakeppni Sjónvarpsins on Thursday, May 14, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×