Ísland verður eitt tíu landa sem fer áfram samkvæmt könnun ESC Today sem kallast „Big Poll experts“. Hin löndin sem fara áfram samkvæmt könnuninni eru Azerbaídjan, Kýpur, Írland, Ísrael, Lettland, Litháen, Noregur, Svíþjóð og Slóvenía.
Í „Big Poll experts“ tóku 31 sérfræðingar þátt en samkvæmt upplýsingum á ESC Today teljast til sérfræðinga blaðamenn sem fjalla um keppnina, aðilar sem taka þátt í keppninni á einhvern hátt og listamenn sem hafa tekið þátt í Eurovision. Síðastliðnar vikur hafa þessir sérfræðingar fengið að deila sérþekkingu sinni til þess að spá fyrir um útkomu keppninnar í ár. Hugmyndin að könnuninni kviknaði árið 2002 og er markmið hennar að vera sem nákvæmust. Þetta á ekki að vera vinsældakeppni.
Könnunin er systrakönnun „Big Poll“ en í henni taka þátt lesendur ESC Today. Úrslit úr þeirri könnun verða ljós stuttu fyrir hvert keppniskvöld.
Sérfræðingar spá Maríu áfram í úrslitin

Tengdar fréttir

Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox
Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis.

StopWaitGo-systir hannar kjólana og skartið
„Öll fjölskyldan kemur að þessu, mamma saumaði til dæmis hverja einustu pallíettu á kjólinn hennar Maríu,“ segir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir.

María búin með sína fyrstu æfingu á stóra sviðinu í Vín
María Ólafsdóttir, Eurovisionstjarnan okkar segir það vera alveg geðveikt að syngja á stóra sviðinu í Vín.

María með lukkugrip
"Ég held að gripurinn muni pottþétt koma til með að veita mér mikla lukku.“