Lífið

Myndband af Maríu: Stórglæsileg og með gylltar tær á rauða dreglinum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
María var berfætt á rauða dreglinum.
María var berfætt á rauða dreglinum. Vísir/Youtube/Facebooksíða Maríu Ólafs
Stór dagur var hjá Eurovision förunum okkar í dag en áðan fór fram opnunarathöfn Eurovision hátíðarinnar. María Ólafsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

María var berfætt með gylltar tær á rauða dreglinum og veifaði íslenska fánanum.

Opnunarhátiðin fór fram klukkan fjögur í dag á íslenskum tíma. Upptöku af atburðinum má sjá hér að neðan. Eins og sést voru keppendur í sínu fínasta pússi og voru spurðir spjörunum úr af fjölmiðlafólki. María og íslenski hópurinn sjást þegar klukkustund og 26 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

„Hún gleymdi skónum sínum,“ hrópaði konan sem lýsti viðburðinum í gríni þegar María steig út úr bílnum á rauða dregilinn. Síðan vísaði hún í blaðamannaviðtal við Maríu þar sem hún útskýrir skóleysið og hvernig það að vera berfætt hjálpar henni að ná jarðtengingu. „Virkilega indæl ung kona,“ segir hún svo. Þeim virðist þykja mikið til þess koma að Friðrik Dór Jónsson sé bakraddasöngvari hjá henni þrátt fyrir að þau hafi verið keppinautar í Söngvakeppni Sjónvarpsins hér á landi.

Þegar klukkustund og þrjátíu mínútur eru liðnar af myndbandinu má heyra rödd Maríu í fjarska syngja lagið sitt.

Hér að neðan má fylgjast með hópnum á Watchbox en í dag tóku stúlkur úr hópnum við keflinu. Í myndböndunum má sjá Lísu Hafliðadóttur, maka Friðriks Dórs, og Dóru Júlíu, kærustu Pálma Ragnars Ásgeirssonar.

Vísir í samvinnu við Watchbox mun fylgjast grannt með fulltrúum okkar í Vín næstu vikuna en María og co fara á kostum í skemmtilegum Watchbox og Snapchat-færslum sem birtast hér á Vísi.

Smellið á skjáinn til að sjá næstu færslu Watchbox.



María var stórglæsileg eins og sjá má í færslu á Facebook síðu hennar hér að neðan.

Opening ceremony and red carpet tonight ! ; #12stig #unbroken

Posted by María Ólafs on Sunday, May 17, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×