Lífið

Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
María fagnaði með Eurovision hópnum frá Íslandi eftir rauða dregilinn.
María fagnaði með Eurovision hópnum frá Íslandi eftir rauða dregilinn. Vísir
„Fyrsti dagurinn var smá sjokk,“ segir María Ólafsdóttir, stjarna okkar Íslendinga í Eurovision í ár, í viðtalinu hér að neðan. Davíð Lúther er maður Vísis í Vín og náði hann tali af Maríu eftir að hún steig af rauða dreglinum í gær.

María lýsir fyrsta deginum í viðtalinu og þeim örðugleikum sem komu upp á fyrstu æfingunni. En eins og kom fram í fjölmiðlum gekk fyrsta æfing íslenska hópsins brösulega. María negldi hins vegar aðra æfinguna og hlaut lófatak frá áhorfendum í höllinni eftir hana.

Sjá einnig: Sjáðu seinni æfingu Maríu í Wiener Stadthalle

Maríu leið eins og Beyoncé á rauða dreglinum í gær, hún var stórglæsileg og gekk um dregilinn berfætt og með tærnar málaðar gylltar.

„Maður upplifði sig sem stórstjörnu,“ segir María. Hún segir það hafa tekið langan tíma að ganga dregilinn enda var hún vinsæl hjá fjölmiðlum sem vildu ná af henni tali.

Sjá einnig: Myndband af Maríu: Stórglæsileg með gylltar tær á rauða dreglinum



Tær Maríu voru gylltar og hún í fjólubláum kjól.Vísir/Facebook síða Maríu Ólafs
Hópurinn eins og fjölskylda

Hún segir engar áhyggjur af áreiti frá fjölmiðlum þar sem Valli Sport, eða Valgeir Magnússon umboðsmaður íslenska hópsins, stýri viðtalstímum með glæsibrag.

Hópurinn úti samanstendur af, auk Maríu, bakraddasöngvurunum fimm, lagahöfundum og mökum þeirra.

„Hópurinn er ótrúlega þéttur, við erum bara öll eins og stór fjölskylda. Það er ótrúlega gaman.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

María fær ekki langan tíma til að ná sér niður eftir rauða dregilinn því að hún byrjaði daginn á frekari viðtölum, fer þvínæst á æfingu með hópnum uppi á hóteli og í kvöld syngur hún á Euroklúbbnum svokölluðum úti í Vín.


Tengdar fréttir

Ágústa Eva í Eurovision?

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona, er á leið til Vínarborgar í Austurríki eftir helgi þar sem hún verður viðstödd Eurovision-keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×