Bændur vilja að ráðherra grípi til aðgerða vegna verkfalls dýralækna ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 17:03 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. „Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“ Verkfall 2016 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
„Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“
Verkfall 2016 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira