Frystiskápar fullir af blóðsýnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2015 19:00 Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51
„Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07
Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent