Lífið

María Ólafs bragðar sushi í fyrsta sinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
María var ekkert alltof hrifin af sushi bitunum sínum.
María var ekkert alltof hrifin af sushi bitunum sínum.
Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision er í kvöld en íslenska atriðið mun stíga á svið á fimmtudaginn. Íslendingarnir hafa unnið hörðum höndum við að gera atriðið sem best og að kynna það fyrir fólkinu í Vínarborg.

Hægt er að skyggnast bak við tjöldin þar úti með hjálp veraldarvefsins. Forritið Watchbox er nýtt af nálinni og hefur Eurovision hópurinn verið duglegur við að senda heim skondin atvik sem á daga þeirra drífa.

Hér má meðal annars sjá þegar gullfóturinn sjálfur, María Ólafs, pantar óvart sushi og bragðar slíkan mat í fyrsta skipti. Erfiðlega gengur að bragða bitana enda er hún örlítill klaufi með prjónana. Sjón er sögu ríkari en einnig má sjá frammistöðu fólksins í Eurovision-teiti og Friðrik Dór gæða sér á morgunverð.


Tengdar fréttir

„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“

„Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×