Afhverju þarf ég kynjafræði? Afhverju þarft þú kynjafræði? Hvað hefur kynjafræði gefið mér? Aron Már Þórðarson skrifar 19. maí 2015 16:42 Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun