Formaður VR óttast lög á verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 13:16 Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44
Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10
Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26