Treystum norræna módelið Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2015 14:52 Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun