Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Anna Úrsúla er í lykilhlutverki hjá Gróttu. vísir/valli Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tímabilið er þegar orðið sögulegt hjá Gróttu en liðið varð bikarmeistari í lok febrúar eftir sigur á Val í úrslitaleik og um mánuði síðar tryggðu Seltirningar sér deildarmeistaratitilinn. Þetta eru einu stóru titlarnir í sögu félagsins. Stjarnan er hins vegar öllu vanari að vinna titla en Garðabæjarliðið hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009. Fyrsti leikur Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 í kvöld en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fréttablaðið fékk Kristínu Guðmundsdóttur, leikmann Vals, til að spá í spilin fyrir úrslitaeinvígið.Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar.vísir/vilhelm„Ég veit það ekki, deildin er búin að vera rosalega jöfn í vetur,“ sagði Kristín aðspurð hvort þetta væru tvö bestu liðin í vetur. Það er ekki alveg hægt að segja séu tvö bestu liðin, þau eru kannski aðeins betri og heppnari en við hin,“ sagði Kristín en að hennar mati var deildin í vetur jafnari en síðustu ár þegar Valur og Fram og síðan Stjarnan voru í sérflokki. „Í ár voru í raun sex lið sem gátu orðið Íslandsmeistarar. Svo er það þannig að liðin henta hvert öðru misvel. Grótta hentar okkur illa, Fram og ÍBV henta okkur mjög vel og Stjarnan allt í lagi,“ sagði Kristín en Valur tapaði fyrir Stjörnunni í oddaleik í átta-liða úrslitum. Kristín segir að það hafi ekki komið henni á óvart að einvígi Gróttu og ÍBV hafi farið í oddaleik. „Nei, raunverulega ekki. Fólk er farið sjá veiku blettina á liðinu,“ sagði Valskonan en hverjir eru þessir veiku blettir á liði Seltirninga? „Það eru ekki mörg atriði sem þarf að stoppa og framkvæma vel gegn Gróttu en ef þú klúðrar einu atriði áttu ekki möguleika. Það þarf að spila breitt á þær eins og ÍBV gerði, teygja á vörn þeirra og reyna ekki að skjóta yfir Önnu (Úrsúlu Guðmundsdóttur). „Þótt sóknin gangi illa er betra að skjóta boltanum út af en láta hann enda hjá Önnu eða Írisi (Björk Símonardóttur, markverði Gróttu) og fá á sig hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Kristín sem segir það sama ætti í raun við Stjörnuna sem er með sterka vörn, frábæran markvörð og öflugar hraðaupphlaupskonur. Henni finnst þó að Stjarnan hafi ekki alveg náð að nýta sér hraðaupphlaupin nógu vel en segir jafnframt að lið reyni að fyrirbyggja þessi hröðu upphlaup. „Þær hafa ekki verið að fá jafnmikið af auðveldum mörkum og venjulega. Það er orðið þannig að þú ert bara með mann á þessum fljótu hornamönnum sem stela mikið af boltum. Þegar við spilum á móti þeim eru hornamennirnir okkar lagðir af stað til baka áður en við skjótum á markið,“ sagði Kristín.Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum.vísir/valliTalsvert hefur verið rætt um mistækan sóknarleik liðanna í Olís-deild kvenna í vetur. Kristín segir það eiga sér eðlilegar skýringar. „Grótta er ekki með betri sóknarleikmenn en önnur lið og mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar heldur ekkert hafa verið neitt spes og það á líka við um Fram og Val. „Varnirnar eru sterkar og markverðirnir góðir. Svo er það þannig að þú getur ekki fengið allt. Í svona stórum leikjum smella varnirnar oft og þá verður sóknarleikurinn eðlilega lélegur. Það er bara þannig. Fólk er búið að tala um að það sé mikið um mistök en það er eðlilegt þegar varnirnar eru svona sterkar. Hún segir að heilsa lykilmanna Gróttu, þeirra Laufeyjar Ástu Guðmundsdóttur og Anett Köbli, geti ráðið úrslitum en þær hafa glímt við meiðsli að undanförnu. „Ef þær eru ekki með verður þetta rosalega erfitt sóknarlega fyrir Gróttu. Ég hugsa að ÍBV hefði alltaf farið áfram ef Laufey hefði ekki komið inn. Þær vantar skyttur, einhverjar sem geta stokkið upp og bombað á markið sem er vandamál þegar þú ert að spila gegn Floru (Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar),“ sagði Kristín en Laufey spilaði tvo síðustu leikina í einvíginu við ÍBV og skoraði í þeim samtals 16 mörk. Kristín segir að Grótta geti ekki sett allt sitt traust á hina 15 ára gömlu Lovísu Thompson sem hefur slegið í gegn í vetur. „Hún er ekki nógu reynd og maður sá í oddaleiknum gegn ÍBV. Hún var næstum því búin að klúðra leiknum. Og þótt hún sé góð og efnileg og fljót vantar hana reynslu til að vera góð í jöfnum leik. „Það kemur með árunum. Það er ekkert mál að koma inn á og skora fullt af mörkum þegar munurinn er 10-15 mörk. Þá er engin pressa,“ sagði Kristín sem spáir Stjörnunni sigri í fimm leikjum, með ákveðnum formerkjum þó. „Þetta verður þrusujafnt og fer pottþétt í fimm leiki. Ég spái Stjörnunni sigri út af meiðslunum hjá Gróttu. Ef Laufey og Anett eru tæpar vinnur Stjarnan en ef þær eru heilar vinnur Grótta,“ sagði Kristín að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tímabilið er þegar orðið sögulegt hjá Gróttu en liðið varð bikarmeistari í lok febrúar eftir sigur á Val í úrslitaleik og um mánuði síðar tryggðu Seltirningar sér deildarmeistaratitilinn. Þetta eru einu stóru titlarnir í sögu félagsins. Stjarnan er hins vegar öllu vanari að vinna titla en Garðabæjarliðið hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009. Fyrsti leikur Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 í kvöld en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fréttablaðið fékk Kristínu Guðmundsdóttur, leikmann Vals, til að spá í spilin fyrir úrslitaeinvígið.Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar.vísir/vilhelm„Ég veit það ekki, deildin er búin að vera rosalega jöfn í vetur,“ sagði Kristín aðspurð hvort þetta væru tvö bestu liðin í vetur. Það er ekki alveg hægt að segja séu tvö bestu liðin, þau eru kannski aðeins betri og heppnari en við hin,“ sagði Kristín en að hennar mati var deildin í vetur jafnari en síðustu ár þegar Valur og Fram og síðan Stjarnan voru í sérflokki. „Í ár voru í raun sex lið sem gátu orðið Íslandsmeistarar. Svo er það þannig að liðin henta hvert öðru misvel. Grótta hentar okkur illa, Fram og ÍBV henta okkur mjög vel og Stjarnan allt í lagi,“ sagði Kristín en Valur tapaði fyrir Stjörnunni í oddaleik í átta-liða úrslitum. Kristín segir að það hafi ekki komið henni á óvart að einvígi Gróttu og ÍBV hafi farið í oddaleik. „Nei, raunverulega ekki. Fólk er farið sjá veiku blettina á liðinu,“ sagði Valskonan en hverjir eru þessir veiku blettir á liði Seltirninga? „Það eru ekki mörg atriði sem þarf að stoppa og framkvæma vel gegn Gróttu en ef þú klúðrar einu atriði áttu ekki möguleika. Það þarf að spila breitt á þær eins og ÍBV gerði, teygja á vörn þeirra og reyna ekki að skjóta yfir Önnu (Úrsúlu Guðmundsdóttur). „Þótt sóknin gangi illa er betra að skjóta boltanum út af en láta hann enda hjá Önnu eða Írisi (Björk Símonardóttur, markverði Gróttu) og fá á sig hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Kristín sem segir það sama ætti í raun við Stjörnuna sem er með sterka vörn, frábæran markvörð og öflugar hraðaupphlaupskonur. Henni finnst þó að Stjarnan hafi ekki alveg náð að nýta sér hraðaupphlaupin nógu vel en segir jafnframt að lið reyni að fyrirbyggja þessi hröðu upphlaup. „Þær hafa ekki verið að fá jafnmikið af auðveldum mörkum og venjulega. Það er orðið þannig að þú ert bara með mann á þessum fljótu hornamönnum sem stela mikið af boltum. Þegar við spilum á móti þeim eru hornamennirnir okkar lagðir af stað til baka áður en við skjótum á markið,“ sagði Kristín.Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum.vísir/valliTalsvert hefur verið rætt um mistækan sóknarleik liðanna í Olís-deild kvenna í vetur. Kristín segir það eiga sér eðlilegar skýringar. „Grótta er ekki með betri sóknarleikmenn en önnur lið og mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar heldur ekkert hafa verið neitt spes og það á líka við um Fram og Val. „Varnirnar eru sterkar og markverðirnir góðir. Svo er það þannig að þú getur ekki fengið allt. Í svona stórum leikjum smella varnirnar oft og þá verður sóknarleikurinn eðlilega lélegur. Það er bara þannig. Fólk er búið að tala um að það sé mikið um mistök en það er eðlilegt þegar varnirnar eru svona sterkar. Hún segir að heilsa lykilmanna Gróttu, þeirra Laufeyjar Ástu Guðmundsdóttur og Anett Köbli, geti ráðið úrslitum en þær hafa glímt við meiðsli að undanförnu. „Ef þær eru ekki með verður þetta rosalega erfitt sóknarlega fyrir Gróttu. Ég hugsa að ÍBV hefði alltaf farið áfram ef Laufey hefði ekki komið inn. Þær vantar skyttur, einhverjar sem geta stokkið upp og bombað á markið sem er vandamál þegar þú ert að spila gegn Floru (Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar),“ sagði Kristín en Laufey spilaði tvo síðustu leikina í einvíginu við ÍBV og skoraði í þeim samtals 16 mörk. Kristín segir að Grótta geti ekki sett allt sitt traust á hina 15 ára gömlu Lovísu Thompson sem hefur slegið í gegn í vetur. „Hún er ekki nógu reynd og maður sá í oddaleiknum gegn ÍBV. Hún var næstum því búin að klúðra leiknum. Og þótt hún sé góð og efnileg og fljót vantar hana reynslu til að vera góð í jöfnum leik. „Það kemur með árunum. Það er ekkert mál að koma inn á og skora fullt af mörkum þegar munurinn er 10-15 mörk. Þá er engin pressa,“ sagði Kristín sem spáir Stjörnunni sigri í fimm leikjum, með ákveðnum formerkjum þó. „Þetta verður þrusujafnt og fer pottþétt í fimm leiki. Ég spái Stjörnunni sigri út af meiðslunum hjá Gróttu. Ef Laufey og Anett eru tæpar vinnur Stjarnan en ef þær eru heilar vinnur Grótta,“ sagði Kristín að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira