Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2015 20:45 Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira