Forréttindablinda hálaunafólkið Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2015 21:20 Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun