Forréttindablinda hálaunafólkið Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2015 21:20 Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun