Horfðu í augun á mér og segðu að allt sé í lagi Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2015 22:32 Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í uppvextinum lærum við mörg góð gildi sem okkur er ráðlagt að lifa eftir. Eitt af því sem við lærum er að allt sem við segjum eða gerum hefur afleiðingar, okkur líður vel þegar við fáum hrós eða eitthvað fallegt er sagt við okkur, eins líður okkur illa þegar eitthvað ljótt er sagt við okkur eða þegar eitthvað er gert á okkar hlut. Hver og einn einstaklingur hefur það vald að geta ákveðið hvernig hann vill koma fram við aðra, það er bara ég sem get ákveðið hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og geri. Ég hef gengið í gegnum tvær krabbameinsmeðferðir og þarf reglulegt eftirlit og nokkuð örar en gengur og gerist. Á fimmtudaginn fór ég á Landspítalann þar sem ég átti tíma í segulómun, en það er tæki sem ég hef þurft að fara í miklu oftar en ég vildi. Þegar ég mætti fékk ég þær upplýsingar að það væri verkfall og því yrði engin segulómun í dag, það yrði kallað í mig þegar ég kæmist að. Ég vildi óska að staðan væri sú að ég hefði gengið út af spítalanum pollróleg og haldið mínu striki en svo er ekki, ég táraðist á leið út í bíl, af því að nú vissi ég að óvissan og biðin eftir niðurstöðu væri bara einhvern tímann í framtíðinni. Mér fannst ég beitt einhverju sem að mér var kennt í uppvextinum að væri rangt, þarna úti eru einhverjir sem er alveg sama um það hvort ég komist í segulómunina, eða hvað?Mig langar að beina orðum mínum að því ágæta fólki sem situr hvorum megin við samningaborðið og og tala við hvern og einn: ,,Líttu í kringum þig, hugsaðu um þig og þína nánustu, settu þig svo í spor þeirra sem þannig er komið fyrir að öryggi þeirra sé ógnað vegna þeirra aðgerða sem nú eru í gangi og þú ert einn/ein af þeim sem berð ábyrgð á því að þetta er raunin.“ Ég er svo heppin að starfa mikið með börnum og unglingum og margoft hef ég minnt þau á mikilvægi þess að senda aldrei frá sér skilaboð á samfélags- og samskiptamiðla sem eru þess eðlis að þau myndu ekki treysta sér til að horfa í augun á viðkomandi og segja það sem þau skrifa. Ég myndi þakklát vilja horfa í augun á þeim sem vill útskýra fyrir mér og öllum hinum sem er ógnað þessa dagana að staðan í dag sé réttlætanleg á einhvern hátt. Ég vona innilega að allt fari vel. Baráttukveðjur, Arndís Halla Jóhannesdóttir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun