Sport

Vann Pacquiao bardagann svo eftir allt saman?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manny Pacquiao var í rauða horninu, svo mikið er víst.
Manny Pacquiao var í rauða horninu, svo mikið er víst. vísir/getty
Samsæriskenningar eru nú á lofti í hnefaleikaheiminum eftir að stór mistök dómaranna í bardaga Manny Pacquiao og Floyd Mayweather komu í ljós.

Dómararnir Glenn Feldmann, Burt Clements og Dave Moretti úrskurðuðu allir Mayweather sigurinn aðfaranótt sunudags en á skorkortinu sést að kappinn sem barðist úr rauða horninu vann bardagann.

Manny Pacquiao var í rauða horninu í bardaganum og vann hann samkvæmt skorkorti dómaranna. Líklegast er um mannleg mistök að ræða en áhugamenn um góðar samsæriskenningar hafa látið í sér heyra í netheimum síðan þetta kom í ljós.

Neðst á kortinu stendur að Mayweather hafi unnið með einróma úrskurði dómara, en allir þrír notuðu rangan dálk til að gefa stig á meðan bardaganum stóð.

Evander Holyfield, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, er einn þeirra sem efast um úrskurð dómaranna, en hann sagði í viðtali eftir bardagann að Pacquiao hefði unnið.

Hér að neðan má sjá skorkort dómaranna og dæmi þess að Pacquiao var í rauða horninu. Úrslitunum verður þó ekki breytt úr þessu, enda líklega engin ástæða til.


Tengdar fréttir

Mayweather enn ósigraður

Hafði betur á stigum í tólf lotu bardaga gegn Manny Pacquiao í Las Vegas í nótt.

Uppselt í stæði fyrir einkaþotur

Það var aðeins pláss fyrir þotuliðið á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao og það mætti allt á einkaþotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×