Mikill slagkraftur með samvinnu Flóabandalags og verslunarmanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:55 Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira