SA býður 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:57 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson. Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira