Kári: Ekkert ýkja bjartsýnn með Karólínu Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:02 Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Sjá meira
Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti