Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 14:55 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira