Karólína og Laufey úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2015 08:00 Laufey Ásta er tognuð í kálfa. vísir/valli Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu.Seltirningar tóku forystuna í einvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn. Gróttukonur urðu þó fyrir áfalli snemma leiks þegar Karólína Bæhrenz Lárudóttir haltraði af velli og kom ekkert meira við sögu eftir það. Í ljós kom að hornamaðurinn öflugi er tognuð aftan í læri og bættist þar með á meiðslalista Gróttu þar sem fyrir voru þær Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir. Anett hefur ekkert spilað síðan í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV en Laufey lék fjórða og fimmta leikinn gegn Eyjakonum og skoraði í þeim samtals 16 mörk. Hún spilaði hins vegar ekkert í seinni hálfleik á þriðjudaginn og útséð er með frekari þátttöku hennar og Karólínu í úrslitaeinvíginu. „Það eru engar líkur á að þær spili meira í vetur. Núll prósent,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi í gær. „Karólína er tognuð aftan í læri. Þetta gæti verið verra en þetta er tognun í vægara lagi. En hún fer ekkert af stað fyrr en eftir 10-14 daga í fyrsta lagi og ef þú ferð of snemma af stað geturðu tognað eða rifið meira ,“ sagði Kári ennfremur en úrslitaeinvígigð klárast í síðasta lagi föstudaginn 15. maí. Laufey glímur við kálfameiðsli en hún píndi sig í gegnum síðustu tvo leikina við ÍBV og fyrri hálfleikinn á þriðjudaginn. „Laufey er mjög illa farin og í raun verr en Karólína. Henni líður allavega verr í dag (í gær). Laufey er tognuð aftan í kálfa og hefur verið að glíma það í fimm vikur. „Hún hefur spilað síðustu tvo og hálfan leik á hörkunni en framlengdi oddaleikurinn við ÍBV tók sinn toll. Svo voru aðeins þrír dagar á milli hans og fyrsta leiks gegn Stjörnunni. Maður vissi að þetta héngi á bláfræði.“ Góðu fréttirnir eru þó þær að Anett gæti möguleika leikið með Gróttu í komandi leikjum og þá fékk Eva Margrét Kristinsdóttir ekki leikbann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni. „Ég er bjartsýnni með hana en hinar tvær. Hún fór í ákveðna meðferð í byrjun vikunnar og það eru einhverjar líkur á hún geti hjálpað okkur,“ sagði Kári en hin 37 ára gamla Anett hefur glímt við hnémeiðsli í allan vetur. „Það er jákvætt að Eva Margrét fór ekki í bann. Það hefði verið eitthvað. En það þýðir ekki að gráta. Þetta er eins og þetta er,“ sagði Kári Garðarsson að lokum.Annar leikur Gróttu og Stjörnunnar er í Mýrinni í Garðabæ og hefst klukkan 19:30 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00 ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag. 25. apríl 2015 17:38 Helena Rut með 6,1 mark að meðaltali í leik í úrslitakeppninni Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 5. maí 2015 16:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-22 | Bjargvætturinn Laufey Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta en Seltirningar tryggðu sér sæti í úrslitunum með tveggja marka sigri á ÍBV í framlengdum oddaleik. Lokatölur 24-22. 2. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-16 | Öruggur sigur deildarmeistaranna Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. 23. apríl 2015 15:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 21-34 | Grótta tryggði sér oddaleik með látum Grótta vann þrettán marka sigur í Vestmananeyjum og mætir ÍBV í oddaleik á heimavelli. 30. apríl 2015 19:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum ÍBV er yfir í einvíginu 2-1. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu.Seltirningar tóku forystuna í einvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn. Gróttukonur urðu þó fyrir áfalli snemma leiks þegar Karólína Bæhrenz Lárudóttir haltraði af velli og kom ekkert meira við sögu eftir það. Í ljós kom að hornamaðurinn öflugi er tognuð aftan í læri og bættist þar með á meiðslalista Gróttu þar sem fyrir voru þær Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir. Anett hefur ekkert spilað síðan í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV en Laufey lék fjórða og fimmta leikinn gegn Eyjakonum og skoraði í þeim samtals 16 mörk. Hún spilaði hins vegar ekkert í seinni hálfleik á þriðjudaginn og útséð er með frekari þátttöku hennar og Karólínu í úrslitaeinvíginu. „Það eru engar líkur á að þær spili meira í vetur. Núll prósent,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi í gær. „Karólína er tognuð aftan í læri. Þetta gæti verið verra en þetta er tognun í vægara lagi. En hún fer ekkert af stað fyrr en eftir 10-14 daga í fyrsta lagi og ef þú ferð of snemma af stað geturðu tognað eða rifið meira ,“ sagði Kári ennfremur en úrslitaeinvígigð klárast í síðasta lagi föstudaginn 15. maí. Laufey glímur við kálfameiðsli en hún píndi sig í gegnum síðustu tvo leikina við ÍBV og fyrri hálfleikinn á þriðjudaginn. „Laufey er mjög illa farin og í raun verr en Karólína. Henni líður allavega verr í dag (í gær). Laufey er tognuð aftan í kálfa og hefur verið að glíma það í fimm vikur. „Hún hefur spilað síðustu tvo og hálfan leik á hörkunni en framlengdi oddaleikurinn við ÍBV tók sinn toll. Svo voru aðeins þrír dagar á milli hans og fyrsta leiks gegn Stjörnunni. Maður vissi að þetta héngi á bláfræði.“ Góðu fréttirnir eru þó þær að Anett gæti möguleika leikið með Gróttu í komandi leikjum og þá fékk Eva Margrét Kristinsdóttir ekki leikbann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni. „Ég er bjartsýnni með hana en hinar tvær. Hún fór í ákveðna meðferð í byrjun vikunnar og það eru einhverjar líkur á hún geti hjálpað okkur,“ sagði Kári en hin 37 ára gamla Anett hefur glímt við hnémeiðsli í allan vetur. „Það er jákvætt að Eva Margrét fór ekki í bann. Það hefði verið eitthvað. En það þýðir ekki að gráta. Þetta er eins og þetta er,“ sagði Kári Garðarsson að lokum.Annar leikur Gróttu og Stjörnunnar er í Mýrinni í Garðabæ og hefst klukkan 19:30 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00 ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag. 25. apríl 2015 17:38 Helena Rut með 6,1 mark að meðaltali í leik í úrslitakeppninni Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 5. maí 2015 16:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-22 | Bjargvætturinn Laufey Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta en Seltirningar tryggðu sér sæti í úrslitunum með tveggja marka sigri á ÍBV í framlengdum oddaleik. Lokatölur 24-22. 2. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-16 | Öruggur sigur deildarmeistaranna Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. 23. apríl 2015 15:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 21-34 | Grótta tryggði sér oddaleik með látum Grótta vann þrettán marka sigur í Vestmananeyjum og mætir ÍBV í oddaleik á heimavelli. 30. apríl 2015 19:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum ÍBV er yfir í einvíginu 2-1. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00
ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag. 25. apríl 2015 17:38
Helena Rut með 6,1 mark að meðaltali í leik í úrslitakeppninni Grótta og Stjarnan mætast í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. 5. maí 2015 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-22 | Bjargvætturinn Laufey Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta en Seltirningar tryggðu sér sæti í úrslitunum með tveggja marka sigri á ÍBV í framlengdum oddaleik. Lokatölur 24-22. 2. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-16 | Öruggur sigur deildarmeistaranna Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. 23. apríl 2015 15:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 21-34 | Grótta tryggði sér oddaleik með látum Grótta vann þrettán marka sigur í Vestmananeyjum og mætir ÍBV í oddaleik á heimavelli. 30. apríl 2015 19:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum ÍBV er yfir í einvíginu 2-1. 27. apríl 2015 21:00