Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 19:16 Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00