Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2015 14:15 „Auðvitað veit ég að þetta er stranglega bannað,“ sagði yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri við Vísi fyrr í dag. Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira