Hræsni og hræðsluáróður að hóta verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2015 19:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent