Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2015 19:42 Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira