Segir svigrúm fyrir launahækkanir: „Vandamál hvað ber mikið í milli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 10:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm „Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“ Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira