Hafþór enn efstur í sínum riðli Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 15:00 Andri Reyr að leggja á ráðin með okkar manni. Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55