Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2015 13:31 Guy Sebastian flytur lag Ástrala í Eurovision. Vísir/Getty Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala. Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala.
Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00
Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27
Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48