Hafþór í öðru sæti að loknum fyrri degi og kominn í ísbað Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2015 13:27 Hafþór Júlíus Björnsson er í öðru sæti að loknum fyrri deginum af tveimur í úrslitum í keppninni um Sterkasta mann heims sem fram fer í Malasíu. Brian Shaw er efstur með 29 stig að loknum fyrri degi en Hafþór fylgir fast á hæla Shaw með 26 stig. Zydrunas Savickas er svo næstur með 23,5 stig og Eddie Hall með 23 stig. Fyrsta grein dagsins var Uxaganga þar sem keppendur kepptu í að bera grindur á öxlunum með sex háskólanemum tuttugu metra vegalengd, alls um 500 kíló. Einar Magnús Ólafíuson og Andri Reyr Vignisson segja keppnina hafa verið æsispennandi. „Brian Shaw var rétt á undan Hafþóri allt fram að fimmtán metrum þegar okkar maður tók á rás og þeystist fram úr honum og sigraði þar af leiðandi með miklum anda í fyrstu grein.“ Þeir félagar segja aðra grein dagsins hafa verið 370 kílóa réttstöðulyfta. „Réttstöðulyfta er ekki ein sterkasta grein Hafþórs en formið á okkar manni er mjög gott og tók hann 6 gildar lyftur sem skiluðu honum þriðja sæti í þeirri grein og því litu hlutirnir vel út eftir tvær fyrstu greinarnar.“ Síðasta grein dagsins var svo trukkadráttur þar sem draga þurfti 28 tonna trukk 25 metra. Trukkadrátturinn er ein besta grein Hafþórs og dró hann trukkinn rúman 21 metra sem að skilaði honum þriðja sætinu. Enginn keppenda dró trukkinn alla leið og voru það aðeins sentimetrar sem að skildu að í lokin, að sögn þeirra Andra og Einars. Þeir segja Hafþór Júlíus vera ánægðan með daginn. „Hann er kominn í ísbað og tekur sér góða hvíld til morguns þar sem bíða hans þrjár greinar sem munu skera úr um hver verður sterkasti maður heims.Sjá má myndband af uxagöngunni hér.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í öðru sæti að loknum fyrri deginum af tveimur í úrslitum í keppninni um Sterkasta mann heims sem fram fer í Malasíu. Brian Shaw er efstur með 29 stig að loknum fyrri degi en Hafþór fylgir fast á hæla Shaw með 26 stig. Zydrunas Savickas er svo næstur með 23,5 stig og Eddie Hall með 23 stig. Fyrsta grein dagsins var Uxaganga þar sem keppendur kepptu í að bera grindur á öxlunum með sex háskólanemum tuttugu metra vegalengd, alls um 500 kíló. Einar Magnús Ólafíuson og Andri Reyr Vignisson segja keppnina hafa verið æsispennandi. „Brian Shaw var rétt á undan Hafþóri allt fram að fimmtán metrum þegar okkar maður tók á rás og þeystist fram úr honum og sigraði þar af leiðandi með miklum anda í fyrstu grein.“ Þeir félagar segja aðra grein dagsins hafa verið 370 kílóa réttstöðulyfta. „Réttstöðulyfta er ekki ein sterkasta grein Hafþórs en formið á okkar manni er mjög gott og tók hann 6 gildar lyftur sem skiluðu honum þriðja sæti í þeirri grein og því litu hlutirnir vel út eftir tvær fyrstu greinarnar.“ Síðasta grein dagsins var svo trukkadráttur þar sem draga þurfti 28 tonna trukk 25 metra. Trukkadrátturinn er ein besta grein Hafþórs og dró hann trukkinn rúman 21 metra sem að skilaði honum þriðja sætinu. Enginn keppenda dró trukkinn alla leið og voru það aðeins sentimetrar sem að skildu að í lokin, að sögn þeirra Andra og Einars. Þeir segja Hafþór Júlíus vera ánægðan með daginn. „Hann er kominn í ísbað og tekur sér góða hvíld til morguns þar sem bíða hans þrjár greinar sem munu skera úr um hver verður sterkasti maður heims.Sjá má myndband af uxagöngunni hér.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. 22. apríl 2015 22:58
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55