Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur neyðst til þess að kalla á nýjan mann í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Serbíu.
Hann er búinn að kalla á hornamanninn Guðmund Árna Ólafsson sem að leikur með Mors-Thy í Danmörku.
Þetta er þjálfarinn að gera þar sem það er óvissa með þáttöku Alexanders Petersson í leiknum en hann er að glíma við meiðsli.
Það væri mikil blóðtaka fyrir Ísland ef Alexander getur ekki spilað þennan mikilvæga leik.
Leikurinn fer fram í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.
Óvissa með Alexander fyrir Serbíu-leikinn

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
