Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:07 Flóabandalagið sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífisins á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. Samninganefndir Flóabandalagsins og ríkisins hittust á fundi í Karphúsinu klukkan hálf tíu í morgun. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Eftir um klukkutíma langan fund í morgun ákvað samninganefnd Flóabandalagsins að slíta kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Það er þannig að við erum búin að vera hér í töluvert löngum samtölum varðandi sérkjaramálin okkar og þau voru öll saman komin í enda og hér stóð alltaf að því að ljúka því sem að snéri þá að aðalkjarasamningsmálum. Þar hefur hins vegar allt verið í hnút og hvergi þokast áfram og við metum það þannig að það verður ekkert haldið hér áfram nema þá taka til annarra ráða og þá blasir náttúrulega við að það stefnir að öllum líkindum hér í hörð átök í maímánuði,“ segir . Sigurður Bessason formaður Eflingar. Hann segir allt stefna í að hans fólk sé á leið í verkfall eða um 21 þúsund manns. „Við náttúrulega förum núna heim og skoðum stöðuna og metum tímasetningar í því en já það eru næstu skref hjá okkur að taka þau samtöl inn á við í okkar umhverfi. Auðvitað er það ekki þannig að verkefnið hverfi eitthvað frá okkur, við þurfum áfram að reyna að finna leiðirnar að því að ljúka hér kjarasamningum, og helst að geta gert það án átakanna vegna þess að það er síðasti valkosturinn í stöðunni en ef á þarf að halda þá er það eitthvað sem við munum grípa til já,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Flóabandalagið sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífisins á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. Samninganefndir Flóabandalagsins og ríkisins hittust á fundi í Karphúsinu klukkan hálf tíu í morgun. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Eftir um klukkutíma langan fund í morgun ákvað samninganefnd Flóabandalagsins að slíta kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Það er þannig að við erum búin að vera hér í töluvert löngum samtölum varðandi sérkjaramálin okkar og þau voru öll saman komin í enda og hér stóð alltaf að því að ljúka því sem að snéri þá að aðalkjarasamningsmálum. Þar hefur hins vegar allt verið í hnút og hvergi þokast áfram og við metum það þannig að það verður ekkert haldið hér áfram nema þá taka til annarra ráða og þá blasir náttúrulega við að það stefnir að öllum líkindum hér í hörð átök í maímánuði,“ segir . Sigurður Bessason formaður Eflingar. Hann segir allt stefna í að hans fólk sé á leið í verkfall eða um 21 þúsund manns. „Við náttúrulega förum núna heim og skoðum stöðuna og metum tímasetningar í því en já það eru næstu skref hjá okkur að taka þau samtöl inn á við í okkar umhverfi. Auðvitað er það ekki þannig að verkefnið hverfi eitthvað frá okkur, við þurfum áfram að reyna að finna leiðirnar að því að ljúka hér kjarasamningum, og helst að geta gert það án átakanna vegna þess að það er síðasti valkosturinn í stöðunni en ef á þarf að halda þá er það eitthvað sem við munum grípa til já,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30 Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00
Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30
Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa. 15. apríl 2015 07:00