Íslendingar eru greinilega orðnir langþreyttir á vetrinum sem engan endi virðist ætla að taka en í dag hefur frétt Vísis frá því fyrir fjórum árum farið á flug. Fyrirsögn fréttarinnar er „Sumarið kemur á mánudaginn.“ Fréttin var hins vegar birt þriðjudaginn 26. apríl 2011 en ekki mánudaginn 27. apríl 2015.
Í samtali við Vísi segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson að aprílmánuðurinn sem nú er að renna sitt skeið sé sá kaldasti í 25 ár. Sem stendur er ekkert sem bendir til annars en að einhver bið verði enn eftir sumrinu. Sú gula gæti sýnt sig örlítið næstu daga en sé litið á norska langtímaspá fyrir höfuðborgarsvæðið er líklegt að næsta mánudag verði væta og vindur í kringum tólf metra á sekúndu. Það er því ólíklegt að sumarið komi á mánudaginn.
Ólíklegt að sumarið komi á mánudaginn

Tengdar fréttir

Varað við stormi á Austfjörðum: Búist við fimm stiga frosti
Búist er við stormi austan Öræfa og á sunnanverðu Austfjörðum til kvöldsins og getur vindhraði farið yfir tuttugu metra á sekúndu.

Allt á kafi í snjó í Neskaupstað
Mikil ofankoma hefur verið fyrir austan undanfarna daga og er hreinlega allt á kafi í Neskaupstað.