Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-21 | Fram verndaði heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. apríl 2015 13:44 vísir/vilhelm Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn