Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:29 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda. Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira