Engar undanþágur vegna slátrunar svína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 21:02 Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.Talsmenn svína - og alífuglabænda funduðu um stöðuna með atvinnuveganefnd í hádeginu í dag, en ljóst er að engar undanþágur verða veittar vegna slátrunar svína í þessari viku. „Á þessum tíma þá hefðum við verðið að slátra í kringum 3.500 - 4.000 dýrum sem enn eru á búunum og stækka með hverjum deginum sem líður,“ segir Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins. Allir hafa bændurnir sent inn undanþágubeiðnir en ekki hefur verið orðið við þeim. Þeir segja að í næstu viku verði algjört neyðarástand. Dýralæknar hafa bent á að bændum sem heimilt að slátra dýrunum sjálfir með gasi en bændur segja það ótækt með öllu. Ekki sé hægt að slátra svínum með gasi. „Vissulega eru dýr aflífuð til líknar. Ef þau eru veik eða meiðast og menn sjá að þau eiga ekki bata von. En bændur ganga ekki um og taka dýr af lífi án nokkurrar ástæðu,“ segir Björgvin Bjarnason, svínabóndi. „Svínabú eru ekki útbúin þannig að þú fyllir salinn af gasi, það er bara ekki gert,“ segir hann. Geir Gunnar Geirsson kollegi hans tekur í sama streng. „Í okkar huga er þetta eitthvað sem kemur bara alls ekki til greina. Það má segja að við séum mjög áhyggjufullir yfir þessu ástandi sem er hvorki leggjandi á dýr né menn,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.Talsmenn svína - og alífuglabænda funduðu um stöðuna með atvinnuveganefnd í hádeginu í dag, en ljóst er að engar undanþágur verða veittar vegna slátrunar svína í þessari viku. „Á þessum tíma þá hefðum við verðið að slátra í kringum 3.500 - 4.000 dýrum sem enn eru á búunum og stækka með hverjum deginum sem líður,“ segir Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins. Allir hafa bændurnir sent inn undanþágubeiðnir en ekki hefur verið orðið við þeim. Þeir segja að í næstu viku verði algjört neyðarástand. Dýralæknar hafa bent á að bændum sem heimilt að slátra dýrunum sjálfir með gasi en bændur segja það ótækt með öllu. Ekki sé hægt að slátra svínum með gasi. „Vissulega eru dýr aflífuð til líknar. Ef þau eru veik eða meiðast og menn sjá að þau eiga ekki bata von. En bændur ganga ekki um og taka dýr af lífi án nokkurrar ástæðu,“ segir Björgvin Bjarnason, svínabóndi. „Svínabú eru ekki útbúin þannig að þú fyllir salinn af gasi, það er bara ekki gert,“ segir hann. Geir Gunnar Geirsson kollegi hans tekur í sama streng. „Í okkar huga er þetta eitthvað sem kemur bara alls ekki til greina. Það má segja að við séum mjög áhyggjufullir yfir þessu ástandi sem er hvorki leggjandi á dýr né menn,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira