Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 11:44 Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent