Kynnir nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:00 Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Vísir/Valli Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“ Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira