Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2015 22:11 Vísir/Auðunn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli