Sigurgeir Árni leggur skóna á hilluna Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Sigurgeir Árni lyftir titlinum fyrir FH. vísir/ Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig. Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig.
Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira