Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 20:54 Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“ Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“
Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira