Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ ingvar haraldsson skrifar 15. apríl 2015 13:52 Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður hjá HB Granda segir starfsfólk mjög ósátt við launahækkanir stjórnarmanna. vísir/gva Mikill hiti er í fiskverkafólki hjá HB Granda í kjölfar þess að ákveðið var að hækka laun stjórnarmanna hjá fyrirtækinu um 33%, úr 150 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki gott hljóð í fólki,“ segir Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar sem starfa hjá HB Granda í Reykjavík. „Það er mikið af fólki búið að koma til mín og spyrja hvað þetta þýðir. Það er mikið af útlendingum að vinna hérna sem héldu að stjórnendur uppi sem vinna hérna dags daglega væru líka að hækka, ekki bara stjórnin,“ segir Gissur.Sjá einnig: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“Gissur bendir á að stafsmönnum svíði að fá ekki að njóta góðs af miklum uppgangi sem hefur verið hjá fyrirtækinu að undanförnu. HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða á síðasta ári og greiddi af því 2,7 milljarða í arð. „Við erum alltaf að setja ný met, ég vinn á þannig stað að ég sé hvert metið á fætur öðru falla. Við erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt,“ segir hann. Gissur segir starfsfólk HB Granda sem vinnur hjá Eflingu verulega ósátta við hve viðræður um nýjan kjarasamning eru skammt á veg komnar. „Efling er enn í kjararáði þannig að það er ekki komið neitt, ekki verkfallsboðanir eða neitt. Fólk er mjög óánægt með Eflingu. Fólki finnst Efling sitja á rassgatinu að gera ekki neitt,“ segir Gissur og bætir við að starfsfólk sé að hugsa um að skipta um stéttarfélag.Fengu íspinna fyrir að tvöfalda afköst Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi segir starfsfólk fyrirtækisins þar ósátt. Þó þýði lítið annað en að vera bjartsýn og vona það besta. „Við erum mjög ánægð ef við eigum í vændum 33% launahækkun, sem við gerum okkur grein fyrir að er ekki mjög líkleg,“ segir hún. Sjá einnig: Keiluþjálfari og frystihússtelpa sló í gegn Jónína segir starfsmenn HB Granda myndu einnig sætta sig við sömu krónutöluhækkun og stjórnarmenn fengu, 50 þúsund krónur á mánuði. „Við eigum að geta lifað á launum okkar hvort sem við erum einstæðar, giftar eigum mörg börn eða enginn börn.“ segir Jónína. Jónína gaf nýlega út lag með samstarfsmönnum sínum þar sem hún gagnrýndi að starfsmenn HB Granda hefðu verið verðlaunaðir með íspinna fyrir að tvöfalda afköst í fiskvinnslunni og má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig: Hárbeitt ádeilumyndband fiskverkafólks á Akranesi Jónína segir að starfsfólk vilji krónutöluhækkanir. „Vaninn er að hækkanir fari upp allan skalann. Þannig að ef allir hækka um 20% mun yfirmaður með tvær milljónir á mánuði hækka um útborguð mánaðarlaun hjá okkur,“ segir húnLaunahækkanirnar með ólíkindum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir einnig launahækkanir stjórnarmanna HB Granda í færslu á Facebook og spyr hvort tvær þjóðir búi í landinu. „Beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, sem líkleg er til að leiða til mestu verkfalla um áratugi. Það eru svona vinnubrögð sem kynda undir reiðinni. Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa“ segir Össur. „Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Össur.Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 15, 2015Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvartaði yfir launahækkununum í samtali við Vísi í gær. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent,“ sagði hann.Stefán segir HB Granda vel geta borgað hærri laun Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að fyrirtækið eigi vel efni á að hækka laun hinna lægst launuðu í færslu á Eyjunni. Stefán bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 900 milljónir á ári að hækka laun allra um 80 þúsund krónur á mánuði. Með því fengju lægst launuðu starfsmenn HB Granda sömu prósentuhækkun og stjórnarmenn. Stefán segir að með því myndi hagnaður HB Granda einungis lækka úr 5,6 milljörðum í 4,7 milljarða. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Mikill hiti er í fiskverkafólki hjá HB Granda í kjölfar þess að ákveðið var að hækka laun stjórnarmanna hjá fyrirtækinu um 33%, úr 150 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki gott hljóð í fólki,“ segir Gissur Breiðdal, trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar sem starfa hjá HB Granda í Reykjavík. „Það er mikið af fólki búið að koma til mín og spyrja hvað þetta þýðir. Það er mikið af útlendingum að vinna hérna sem héldu að stjórnendur uppi sem vinna hérna dags daglega væru líka að hækka, ekki bara stjórnin,“ segir Gissur.Sjá einnig: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“Gissur bendir á að stafsmönnum svíði að fá ekki að njóta góðs af miklum uppgangi sem hefur verið hjá fyrirtækinu að undanförnu. HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða á síðasta ári og greiddi af því 2,7 milljarða í arð. „Við erum alltaf að setja ný met, ég vinn á þannig stað að ég sé hvert metið á fætur öðru falla. Við erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt,“ segir hann. Gissur segir starfsfólk HB Granda sem vinnur hjá Eflingu verulega ósátta við hve viðræður um nýjan kjarasamning eru skammt á veg komnar. „Efling er enn í kjararáði þannig að það er ekki komið neitt, ekki verkfallsboðanir eða neitt. Fólk er mjög óánægt með Eflingu. Fólki finnst Efling sitja á rassgatinu að gera ekki neitt,“ segir Gissur og bætir við að starfsfólk sé að hugsa um að skipta um stéttarfélag.Fengu íspinna fyrir að tvöfalda afköst Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi segir starfsfólk fyrirtækisins þar ósátt. Þó þýði lítið annað en að vera bjartsýn og vona það besta. „Við erum mjög ánægð ef við eigum í vændum 33% launahækkun, sem við gerum okkur grein fyrir að er ekki mjög líkleg,“ segir hún. Sjá einnig: Keiluþjálfari og frystihússtelpa sló í gegn Jónína segir starfsmenn HB Granda myndu einnig sætta sig við sömu krónutöluhækkun og stjórnarmenn fengu, 50 þúsund krónur á mánuði. „Við eigum að geta lifað á launum okkar hvort sem við erum einstæðar, giftar eigum mörg börn eða enginn börn.“ segir Jónína. Jónína gaf nýlega út lag með samstarfsmönnum sínum þar sem hún gagnrýndi að starfsmenn HB Granda hefðu verið verðlaunaðir með íspinna fyrir að tvöfalda afköst í fiskvinnslunni og má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig: Hárbeitt ádeilumyndband fiskverkafólks á Akranesi Jónína segir að starfsfólk vilji krónutöluhækkanir. „Vaninn er að hækkanir fari upp allan skalann. Þannig að ef allir hækka um 20% mun yfirmaður með tvær milljónir á mánuði hækka um útborguð mánaðarlaun hjá okkur,“ segir húnLaunahækkanirnar með ólíkindum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir einnig launahækkanir stjórnarmanna HB Granda í færslu á Facebook og spyr hvort tvær þjóðir búi í landinu. „Beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, sem líkleg er til að leiða til mestu verkfalla um áratugi. Það eru svona vinnubrögð sem kynda undir reiðinni. Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa“ segir Össur. „Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Össur.Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 15, 2015Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvartaði yfir launahækkununum í samtali við Vísi í gær. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent,“ sagði hann.Stefán segir HB Granda vel geta borgað hærri laun Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að fyrirtækið eigi vel efni á að hækka laun hinna lægst launuðu í færslu á Eyjunni. Stefán bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 900 milljónir á ári að hækka laun allra um 80 þúsund krónur á mánuði. Með því fengju lægst launuðu starfsmenn HB Granda sömu prósentuhækkun og stjórnarmenn. Stefán segir að með því myndi hagnaður HB Granda einungis lækka úr 5,6 milljörðum í 4,7 milljarða.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. 30. mars 2015 11:39