Áhyggjufullir læknanemar 16. apríl 2015 15:42 Kæri Illugi Gunnarsson. Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur læknanema. Okkur langar að koma á framfæri vangaveltum okkar í kjölfar nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fyrir þremur árum hófu fyrstu nemendurnir nám við Comenius háskóla – stærsta háskóla í Slóvakíu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og stunda nú um 70 íslenskir stúdentar nám við skólann. Nýjustu úthlutunarreglur LÍN hafa sett ófyrirséð strik í reikninginn fyrir læknanema í Slóvakíu. Brugðið hefur verið fæti fyrir nemendur með nánast 19 % skerðingu á framfærsluláni síðustu tvö árin. Nemendur hófu hér nám á ákveðnum forsendum sem nú hafa algjörlega brostið. Í kjölfar þessarar skerðingar sjáum við ekki fram á að ná endum saman. Húsnæði og matvara fer hækkandi í Evrópu, en lán okkar lækkandi. Ferðalán var afnumið á síðasta ári sem gerir nemendum erfitt fyrir að afla tekna yfir sumartímann á Íslandi. Þar að auki eru möguleikar á tekjuöflun í Slóvakíu á meðan á námi stendur nánast engir. Það liggur því í augum uppi að dæmið er ekki rétt reiknað. Í Slóvakíu gefst möguleiki á að útskrifa um 20-‐30 íslenska lækna á ári. Nemendur þurfa þó að sjálfsögðu að geta reitt sig á LÍN til framfærslu á meðan á námi stendur. Þau lán munu greiðast tilbaka þegar útskrifaðir læknar koma til starfa á Íslandi að námi loknu. Á Íslandi skortir enn lækna og því ætti þessi kostur að fá meiri meðbyr og stuðning frá íslenska ríkinu. Sá góði kostur sem gefist hefur að mennta lækna erlendis mun lognast útaf með þessu áframhaldi. Fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu er af hinu góða. Við erum um 70 læknanemar í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingunni. Úthlutunarkjör, viðmót og rök af höndum LÍN í okkar garð hafa því miður verið til skammar. Við köllum eftir því að þú Illugi Gunnarsson ásamt ráðamanni frá LÍN komi til fundar við okkur og ræðir við okkur læknanema í Slóvakíu. Þar viljum við að eftirfarandi komi fram: 1. Hvernig réttlætið þið áframhaldandi skerðingu framfærslulána til námsmanna erlendis? 2. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á framfærslu hér og á hverju byggjast ykkar rök fyrir því? Með kveðju, Auður Jóna Einarsdóttir Ásgeir Þór Magnússon Erna Markúsdóttir Þórdís Magnadóttir Þórunn Elísabet Michaelsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Gunnarsson. Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur læknanema. Okkur langar að koma á framfæri vangaveltum okkar í kjölfar nýrra úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fyrir þremur árum hófu fyrstu nemendurnir nám við Comenius háskóla – stærsta háskóla í Slóvakíu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og stunda nú um 70 íslenskir stúdentar nám við skólann. Nýjustu úthlutunarreglur LÍN hafa sett ófyrirséð strik í reikninginn fyrir læknanema í Slóvakíu. Brugðið hefur verið fæti fyrir nemendur með nánast 19 % skerðingu á framfærsluláni síðustu tvö árin. Nemendur hófu hér nám á ákveðnum forsendum sem nú hafa algjörlega brostið. Í kjölfar þessarar skerðingar sjáum við ekki fram á að ná endum saman. Húsnæði og matvara fer hækkandi í Evrópu, en lán okkar lækkandi. Ferðalán var afnumið á síðasta ári sem gerir nemendum erfitt fyrir að afla tekna yfir sumartímann á Íslandi. Þar að auki eru möguleikar á tekjuöflun í Slóvakíu á meðan á námi stendur nánast engir. Það liggur því í augum uppi að dæmið er ekki rétt reiknað. Í Slóvakíu gefst möguleiki á að útskrifa um 20-‐30 íslenska lækna á ári. Nemendur þurfa þó að sjálfsögðu að geta reitt sig á LÍN til framfærslu á meðan á námi stendur. Þau lán munu greiðast tilbaka þegar útskrifaðir læknar koma til starfa á Íslandi að námi loknu. Á Íslandi skortir enn lækna og því ætti þessi kostur að fá meiri meðbyr og stuðning frá íslenska ríkinu. Sá góði kostur sem gefist hefur að mennta lækna erlendis mun lognast útaf með þessu áframhaldi. Fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu er af hinu góða. Við erum um 70 læknanemar í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingunni. Úthlutunarkjör, viðmót og rök af höndum LÍN í okkar garð hafa því miður verið til skammar. Við köllum eftir því að þú Illugi Gunnarsson ásamt ráðamanni frá LÍN komi til fundar við okkur og ræðir við okkur læknanema í Slóvakíu. Þar viljum við að eftirfarandi komi fram: 1. Hvernig réttlætið þið áframhaldandi skerðingu framfærslulána til námsmanna erlendis? 2. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á framfærslu hér og á hverju byggjast ykkar rök fyrir því? Með kveðju, Auður Jóna Einarsdóttir Ásgeir Þór Magnússon Erna Markúsdóttir Þórdís Magnadóttir Þórunn Elísabet Michaelsdóttir.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar