Stefan Bonneau hefur heillað marga með frammistöðu sinni með liði Njarðvíkur í vetur en hann kórónóaði stórkostlegt tímabil með því að skora 52 stig í tapleiknum gegn KR í kvöld.
Bonneau er ekki hár í loftinu miðað við marga körfuboltamenn en getur troðið með tilþrifum eins og hann sýndi í öðrum leikhluta oddaleiksins í DHL-höllinni í kvöld. Stoðsendinguna átti Logi Gunnarsson.
„Þetta snýst bara um augnsamband. Við Logi þekkjumst orðið svo vel,“ sagði Bonneau í viðtali við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.
Þrátt fyrir stigin 52 frá Bonneau dugði það ekki til í leiknum í kvöld. KR vann eftir tvöfalda framlengingu og mætir Tindastóli í lokaúrslitunum. Fyrsti leikurinn er á mánudagskvöld.
Sjáðu Súpermantroðslu Bonneau
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 102-94 | KR í úrslit eftir leik ársins
KR tryggði sér sæti í úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik.