Er Ísland betur statt en Írland? Skjóðan skrifar 1. apríl 2015 11:43 Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess. Skjóðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess.
Skjóðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira